51. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 09:15


Mætt:

Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur (HHH), kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:15
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir (JSkúl), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15
Viðar Eggertsson (VE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:15

Halldóra Mogensen boðaði forföll.
Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Ásmundur Friðriksson stýrði fundi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 49. fundar samþykkt.

2) 860. mál - aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027 Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar komu Helga Margrét Clarke, Lovísa Agnes Jónsdóttir og Gígja Gunnarsdóttir frá embætti landlæknis, Sigurður Helgi Helgason og Ingveldur Ingvarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Ólafur Þór Gunnarsson og Berglind Magnúsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 938. mál - lyfjalög og lækningatæki Kl. 10:48
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. maí. Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 939. mál - tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna Kl. 10:48
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. maí. Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 10:48
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. maí. Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður málsins.

6) 987. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:48
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. maí. Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:51